Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að kanilsnúðum eða cinnabons sem ég náði í einhverstaðar á netinu fyrir mörgum árum síðan.
Var í sjálfu sér að grafa uppskriftina upp fyrir bakstur á afmæli og ætla að deila þeim hérna þar sem mér finnst þeir alveg rosalega góðir, sérstaklega nýbakaðir.
Ég gerði þá frekar litla í þetta skipti en seinast þegar ég gerði þá voru þeir alveg risastórir svo hægt að leika sér svolítið með það en bragðast jafnvel stórir eða smáir :)
Kanilsnúðar
235 ml volgt vatn
2 egg (við stofuhita)
75 bráðið smjör
620 gr. hveiti
1 tsk salt
100 gr. sykur
10 gr. ger (eða einn gerpoki eins og fæst allstaðar)
Öllu er hnoðað saman og látið hefa sig í 40 mínútur.
Degið flatt út og því leyft að jafna sig í 10 mínútur.
Fylling
200 púðursykur
15 gr. kanill
50 gr. smjör
Allt hrært saman í potti og smurt á degið.
Deginu rúllað upp í snúða og lagt á bökunarplötu.
Inn í ofn á 200°c í 10-15 mínútur fer allt eftir stærð snúðanna.
Krem
85 gr. rjómaostur
50 gr. mjúkt smjör
200 gr. flórsykur
1/2 tsk. salt
1 tsk vanilludropar
Smjör og rjómaostur hrærður fyrst saman, þá flórsykri bætt út í og loks vanilludropunum og saltinu.
Kremið sett á heita snúðana og leyft að bráðna aðeins yfir.
Ég ákvað að setja krem á helming snúðana í þetta skipti finnst þeir mjög góðir með og án.
Verði ykkur að góðu
-Guðrún Ýr-
No comments:
Post a Comment