Tuesday, November 13, 2012

Jólakortagleði

Við vinkonurnar ákváðum að við ætlum að reyna að koma saman og föndra jólakort saman í ár. Held það verði alveg rosalega gaman en verð að viðurkenna að ég hef ekki gert mín eigin jólakort frá því í grunnskóla og þar var enginn snillingur á ferð.
 
En þá er bara um að gera að fara á netið og leita að fallegum hugmyndum af jólakortum og fara svo heim og gera sitt allra besta að ná fram jafn góðum árangri :)
 

 




 



Það er ekki hægt annað en að elska Pinterst.com (Ég- Hér) þegar að  kemur að svona leitarmálum.
Eftir þetta föndurkvöld mikla mun ég að sjálfsögðu setja eitthvað af útkomunni hingað inn, þar að segja ef hún á það skilið.
 
Hef verið í miklum hugleiðingum um jólaföndur, bakstur o.fl. er að detta í smá spenning en það hlýtur að meiga þar sem farið er að spila jólalög á LéttBylgjunni.
 
-Guðrún Ýr-





No comments:

Post a Comment