Eitthvað er eldhúsið búið að vera vanrækt hjá mér seinustu viku og lítil sem enginn framleiðsla á gúmmulaði eða mat þar. Það vonandi bætist núna þegar dregur að jólunum og maður kemst í jólabakstursgírinn.
Svo er þær hugmyndir sem maður er maður í kollinum fyrir allskyns hlutum flestar á leiðinni í jólapakkana og því ekki hægt að opinbera þá hérna, svo það væntalega gerist eftir jólin :)
En langaði að benda á tvær slóðir af þessum krúttulegu smekkum og annars vegar krögum sem er heklað og mér persónulega finnst svo gaman að gera eitthvað svona lítið og sætt með og bæta við í pakka eða jafnvel tækifærisgjafir.
Blái smekkurinn og kraginn fengu að fara í sitthvora skírnargjöfina í gær.
Ásamt yndislegum samfellum frá Ígló.
Hérna læt ég slóðina fylgja með:
Kragi (enska) Hér
Smekkur Hér
endilega ef þið eigið uppskriftir eða vitið um á netinu af einhverjum litlum fallegum hlutum megið þið endilega deila því með mér.
Eigið yndislegan Sunnudag
-Guðrún Ýr-
No comments:
Post a Comment