Datt loksins í stuðið í gær og eldaði dýrindis fiskirétt.
Er að reyna að venja mig á að borða meiri fisk, einhverja hluta vegna sneiði ég alltaf fram hjá honum en vonandi ekki lengur þar sem ég er að fatta að það er hægt að elda svo marga góða rétti úr fisk.
Rétturinn sem ég eldaði í gær var Ýsa í kókos og karrísósu og ætla ég að deila uppskriftinni af honum hérna með ykkur.
Kókos Karrí Fiskréttur
1 msk ólífuolía
1 msk rifinn engifer
4-5 hvítlauksrif
4 stk vorlaukur
1 tsk karrí
2 tsk milt karrímauk (gult)
1/2 tsk cumin
4 msk soja/tamarisósa
1 msk púðursykur
2 msk fiskisósa
1 dós kókosmjólk
ca. 800 gr. ýsa eða annar hvítur fiskur
Engifer og hvítlaukur steiktur upp úr olíunni í ca 1 mínutu. Þá er vorlauknum bætt út í ásamt karrí, karrímauki og cumin, látið malla í mínutu í viðbót.
Þá er bara að bæta út í sojasósunni, púðursykrinum, fiskisósunni og kókosmjólkinni út í og leyft að malla í pottinum í 5-10 mín.
Fiskurinn er skorinn í bita og lagður í eldfast form og kryddaður með salt og pipar. Sósunni er síðan helt yfir fiskinn og hann settur í ofninn í 15-20 á 200°c.
Gott að strá ferskum kóríander yfir áður en fiskurinn er borinn fram.
Ég gerði ferskt salat og hrísgrjón með mínum fisk og fannst þetta æðisleg blanda.
Þarf víst að hætta að vera feimin að mynda matinn heima hjá mér en það kemur allt með tímanum. ;)
Finnst fólk oft forðast að gera mat sem inniheldur ýmis krydd og sósur sem það á ekki til en þá hugsa ég yfirleitt að nota bara eitthvað sambærilegt það gerir réttinn bara oft betri og persónulegri :)
-Guðrún Ýr-





