Wednesday, October 31, 2012

Veturinn kominn

Veturinn er svo sannarlega að láta okkur vita að hann er mættur á svæðið. Kuldinn farinn að skera mann inn að beini og flíkurnar hlaðast utan um mann í þessum kulda.
Hann er leiðinlegur en samt svo sjarmerandi og fallegur um senn.
 
Þótt þau hafi ekki verið mörg snjókornin sem fellu í nótt hérna í Reykjavík þá fengu þau mig til þess að hugsa út það sem koma skal og það er alveg viss tilhlökkun í að fá smá snjó til að leika sér í. (7.9.13 að hann komi)
 
Ég er allaveganna búin að vera á fullu að skoða fallegar vetrarmyndir í dag og vonast eftir fallegum vetrardögum í nánustu framtíð.
 
Læt nokkrar fallegar fylgja með...
 
 
 
 
 
 
 
 
svo random allar en gefa mér allar smá fiðring í magann um komandi vetur.
 
-Guðrún Ýr-
 
 
 
 
 

No comments:

Post a Comment