Í ljósi þess að ég á ekki að borða ger og geri allt of mikið af því fyrir og einhverja hluta vegna er ger í nánast öllu brauðmeti sem er gott. En því ákvað ég að gera tilraun að skinkuhornum án þess að nota ger í baksturinn. Útkoman var góð og verður baksturinn klárlega endurtekinn.
En hornin eru mjög auðveld í bakstri.
Einhverja vegna fyllist eldhúsið hjá mér af bleikum ílátum þegar ég byrja í bakstri :)
Hér ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni.
Spínat & skinkuhorn (16 stk)
250 gr. hveiti
35 gr. smjör
1 msk lyftiduft
1 tsk hunang
150 ml. mjólk
Þurrefnunum blandað saman í skál, bræddu smjöri bætt út í ásamat hunangi og mjólk. Hnoðað létt saman.
Deiginu er skipt í tvennt og flatt út í tvo hringi, hringunum er skipt í átta parta hvor.
Fylling
4 skinkusneiðar
4 ostsneiðar
u.þ.b handfylli af spínati
2 msk fetaostur
Skinku og ostsneiðarnar eru skornar í fernt og sett á feitari enda hornsins, smá spínati og fetaosti bætt á og þar á eftir rúllað upp.
Ofninn stilltur á 200°c og hornin bökuð í 7-10 mín.
Svo huggulegt að taka sig til og baka í haustinu.
-Guðrún Ýr-
No comments:
Post a Comment