Freistingar- já þegar ég hugsaði út að finna nafn á bloggið þá hugsaði ég rosalega út frá mat og komst að þeirri niðurstöðu að freistingar væri gott nafn fyrir bloggið, því meira sem ég pæli út frá því þá hef ég komist að það hentar því vel.
Freistingarnar í lífinu eru svo margar ekki bara þegar kemur að mat heldur svo margt margt fleira. Þess vegna fannst mér alveg tilvalið að byrja hérna á færslu um þennan litla sæta sem fékk að koma heim með mér úr Ilvu.
Ég stóðst ekki freistinguna- gekk um með hann fram og tilbaka í búðina því þetta var nú seinasta eintakið og ég ætlaði sko ekki að glata því. Hann er mjög líkur lömpunum frá Heico sem eru búnir að vera tröllríða öllu hérna heima en er sparibaukur- alveg guðdómlegur.
Ég átti hreinlega bágt með mig þarna inn.
Hefði húspláss og peningabuddan leyft hefðu fallegir hlutir líkt og þessir fengið að koma með heim líka.
Ég gæti eflaust haft listann endalausann.
En hætti í bili, freisting nr. eitt komin og svo margar ókomnar.
-Guðrún Ýr-
.jpg)
No comments:
Post a Comment