Wednesday, October 31, 2012

Veturinn kominn

Veturinn er svo sannarlega að láta okkur vita að hann er mættur á svæðið. Kuldinn farinn að skera mann inn að beini og flíkurnar hlaðast utan um mann í þessum kulda.
Hann er leiðinlegur en samt svo sjarmerandi og fallegur um senn.
 
Þótt þau hafi ekki verið mörg snjókornin sem fellu í nótt hérna í Reykjavík þá fengu þau mig til þess að hugsa út það sem koma skal og það er alveg viss tilhlökkun í að fá smá snjó til að leika sér í. (7.9.13 að hann komi)
 
Ég er allaveganna búin að vera á fullu að skoða fallegar vetrarmyndir í dag og vonast eftir fallegum vetrardögum í nánustu framtíð.
 
Læt nokkrar fallegar fylgja með...
 
 
 
 
 
 
 
 
svo random allar en gefa mér allar smá fiðring í magann um komandi vetur.
 
-Guðrún Ýr-
 
 
 
 
 

Tuesday, October 30, 2012

Spínat & skinkuhorn

Í ljósi þess að ég á ekki að borða ger og geri allt of mikið af því fyrir og einhverja hluta vegna er ger í nánast öllu brauðmeti sem er gott. En því ákvað ég að gera tilraun að skinkuhornum án þess að nota ger í baksturinn. Útkoman var góð og verður baksturinn klárlega endurtekinn.
En hornin eru mjög auðveld í bakstri.
 
 
Einhverja vegna fyllist eldhúsið hjá mér af bleikum ílátum þegar ég byrja í bakstri :)
 
 
 
 
Hér ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni.
 
Spínat & skinkuhorn (16 stk)
 
250 gr. hveiti
35 gr. smjör
1 msk lyftiduft
1 tsk hunang
150 ml. mjólk
 
Þurrefnunum blandað saman í skál, bræddu smjöri bætt út í ásamat hunangi og mjólk. Hnoðað létt saman.
Deiginu er skipt í tvennt og flatt út í tvo  hringi, hringunum er skipt í átta parta hvor.
 
Fylling
 
4 skinkusneiðar
4 ostsneiðar
u.þ.b handfylli af spínati
2 msk fetaostur
 
Skinku og ostsneiðarnar eru skornar  í fernt og sett á feitari enda hornsins, smá spínati og fetaosti bætt á og þar á eftir rúllað upp.
 
Ofninn stilltur á 200°c og hornin bökuð í 7-10 mín.
 
 
Svo huggulegt að taka sig til og baka í haustinu.
 
-Guðrún Ýr-
 
 
 
 
 

Sunday, October 28, 2012

Nr. Eitt

Freistingar- já þegar ég hugsaði út að finna nafn á bloggið þá hugsaði ég rosalega út frá mat og komst að þeirri niðurstöðu að freistingar væri gott nafn fyrir bloggið, því meira sem ég pæli út frá því þá hef ég komist að það hentar því vel.
 
Freistingarnar í lífinu eru svo margar ekki bara þegar kemur að mat heldur svo margt margt fleira. Þess vegna fannst mér alveg tilvalið að byrja hérna á færslu um þennan litla sæta sem fékk að koma heim með mér úr Ilvu.
 
Ég stóðst ekki freistinguna- gekk um með hann fram og tilbaka í búðina því þetta var nú seinasta eintakið og ég ætlaði sko ekki að glata því. Hann er mjög líkur lömpunum frá  Heico sem eru búnir að vera tröllríða öllu hérna heima en er sparibaukur- alveg guðdómlegur.

 
Ég átti hreinlega bágt með mig þarna inn.
Hefði húspláss og peningabuddan leyft hefðu fallegir hlutir líkt og þessir fengið að koma með heim líka.
 
Ég gæti eflaust haft listann endalausann.
En hætti í bili, freisting nr. eitt komin og svo margar ókomnar.
 
-Guðrún Ýr-
 
 

Thursday, October 25, 2012

Upphafið

jæja þá er komið að því, að henda mér út í djúpu laug bloggheimsins og sjá hvað ég get.
þetta hefur lengi legið fyrir og ekki er hægt að fresta hlutunum að eilífu...

Hugmyndin var að huga að matarást minni, lífstíl, list og menningu. Smá bland í poka sem mun eflaust með tímanum þróast í einhverja eina átt.

sjáum hvað í mér býr...

-Guðrún Ýr-