Thursday, May 2, 2013

Crossaint

Uppgötvaði um daginn eitthvað aðeins of dýrlegt.
Frosin crossaint sem eru óbökuð og eina sem maður þarf að gera er að henda þeim inn í ofn í 20 mín. og þá er maður komin með þessi dýrindis nýbökuðu crossaint eins og beint úr bakaríinu.
Finnst þetta sko heldur betur lúxus vara.
 
Hentar svo vel með þegar maður býður í Brunch eða bara huggulegheit með kaffi og nýbökuðu crossaint með smá nutella...Mmm....
 
 
-Guðrún Ýr-


Saturday, April 20, 2013

Dove kann að vekja athygli!

Vá, hvað mér fannst þetta áhugavert video- ég mæli svo með að þið horfið ef þið hafið ekki séð það.
Ég held að þetta ætti akkurat við allflestar konur og eflaust karlmenn líka.
 
 
Við erum víst fallegri en við gerum okkur grein fyrir :)
 
eigið góða helgi.
 
-Guðrún Ýr-
 

Sunday, April 7, 2013

Heimagert pestó

Hef alltaf verið skotin í pestó, passar við svo ótrúlega margt- en held ég hafi orðið ástfangin af því eftir að hafa gert heimagert pestó, vá hvað það var gott!
 
Skellti í eitt um daginn eiginlega óvart þar sem ég átti svo mikla basiliku og lá undir skemmdum og sé ekki eftir að hafa uppgötvað þessa elsku.
 
en hérna kemur svona gróf uppskrift af því pestó sem ég gerði.
 
 

 
Grænt Pestó
½ b. Basilíika
1 b. Spínat

1-2 hvítlauksgeirar
 
¼ b. Parmesan ostur
2-3 msk. Olía
Nokkrir dropar af sítrónusafa
Salt og pipar eftir smekk.
 
Basiliku, spínati, hvítlauk og parmesan ostinum er blandað saman með töfrasprota, þegar það er orðið fullunnið er olíunni hellt rólega úti og lokin er sítrónusafanum og s&p bætt við eftir smekk.
Einnig er gott að bæta furuhnetum við.
 
 
 
 Útfærslurnar af pestó eru nátturulega endalaust margar.
Bara gaman að prófa sig áfram í þessu.
-Guðrún Ýr-

Saturday, April 6, 2013

Margt smátt gerir eitt stórt

Það er endalaust hægt að kaupa af litlum hlutum fyrir heimilið, allaveganna finn ég fyrir því að ég kem oftar heim með eitthvað fyrir heimilið en sjálfa mig- en bara eitthvað pínu pons, kertastjaka, kerti eða litla smáhluti. Eitthvað sem er algjörlega nauðsynilegt fyrir heimilið.
 
Þar sem ég er búin að standa í flutningum finnst mér þetta erfiðasti parturinn af koma sér fyrir, að finna stað fyrir alla smámunina...hvar á að setja upp hillur og hvar ekki...hvar eigi að setja upp myndir...o.s.fr. en það kemur víst allt með tímanum- allt fær sinn stað (þrátt fyrir að sá staður sé Góði Hirðirinn fyrir suma gamla og lúna:))
 
Ég hef legið yfir hinum ýmsu síðum til að skoða allskyns uppsetningar á hlutum til að fá smá innblástur og laðast alltaf að þessu smáa.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kertaljós og fersk blóm er eitthvað sem mér finnst gera helmikið fyrir heimili.
Þannig þrátt fyrir að ég fagni komandi tíma vorinu og sumrinu, þá minnkar tími kertaljósanna alltaf meir og meir...
 
þannig ég nýti hvert kvöld fram að albirtunni...
-Guðrún Ýr-
 
 
 

Monday, March 25, 2013

Döðlukaka með karmellusósu

Ég er alls ekki að finna upp hjólið hérna en þessi er kaka er bara of góð til að setja ekki hérna inn...
Ég hef verið ástfangin af þessari köku í þónokkurn tíma en aldrei skellt í hana sjálf, svo alveg kominn tími til.
 
 
Svo hérna kemur uppskriftin:
 
Kakan
235 gr. döðlur
1 tsk matarsódi
120 gr. mjúkt smjör
5 msk sykur
2 egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropar
1 &1/3 tsk lyftiduft
 
Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta yfir.
Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í 3 mín.Bætið matarsódanum saman við.Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum í, einu í einu.Blandið síðan hveiti, salti og vanilludropunum saman við.Bætið lyftiduftinu út í, ásamt ¼ bolla af döðlumaukinu og hrærið varlega í.Blandið að lokum afganginum af döðlumaukinu út í.Smyrjið u.þ.b. 8 cm hátt lausbotna form, sem er 24 cm í þvermál, vel með smjöri og setjið deigið í það.Hitið ofninn í 180°C og bakið í 30 – 40 mínútur eða þar til miðjan er bökuð.

Karmellusósan
 120 g smjör
115 g púðursykur
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi

 Allt sett í pott, suðan látin koma upp og soðið í 5-10 mín.
 

Finnst persónulegra betra að hafa sósuna til hliðar svo hver og einn geti fengið sér eins og hann vill.

 
fullkomin Sunnudagskaka
 
-Guðrún Ýr-
 


Sunday, March 24, 2013

Loftbelgir

Jæja þá er ég komin tilbaka hingað :)
 
Lítill og nettur póstur um ást mína á loftbelgjum, það er eitthvað við þá svo draumkenndir og fallegir.
Kannski því þeir sjást ekki oft á litla landinu okkar, kolfell fyrir fallegum myndum af loftbelgjum...
 




 
Njótið þessa fallega Sunnudags!
-Guðrún Ýr-
 

Sunday, December 2, 2012

Aðventan

Fyrsti dagur í aðventu runninn upp...
bara yndislegur tími framundan, þrátt fyrir jólagjafastress þá er þetta án efa skemmtilegasti tími ársins að mínu mati. Góður matur, bakstur, skreytingar og endalaus gleði.
 
Fyrsta jólaskrautið sem komið er upp í litla húsinu er að sjálfsögðu aðventukransinn í ár.
Hvort sem ég skreyti mikið eða lítið þá er þetta eitthvað sem er svo nauðsynilegt fyrir að sé tilbúið fyrsta í aðventunni.
 
Það tók mig reyndar aðeins um fimm mínutur að dunda við minn krans en finnst alltaf svo gaman að fylgjast með á facebook og fleiri stöðum og sjá hvað fólk er hugmyndaríkt ár hvert.
 
 
Fannst ég vera mjög djörf að kaupa svona mikið lituð kerti, geri ekki mikið af því. Fell yfirleitt fyrir bara fyrir þessum hvítu eða beiselituðu.
 
En ég notaði helst það sem ég fann fyrir, smá perlur, hvít málmnúmer, hreindýrið mitt sem er nú búið að fá að standa allt árið um kring frá því í fyrra og smá dönsku með GOD JUL :)


held ég setji metnaðinn hærra á næsta ári og geri fléttaðan krans eða eitthvað álíka líkt og mamma gerði í "gamla daga" :)
 

 
vona svo sannarlega að þið séuð að njóta fyrstu daga aðventunnar og setjið stress og leiðindi til hliðar til að njóta tímans :)
 
svo er það bara að leggja hugann í bleyti hvað baka skal á næstu dögum.
 
Njótið!
 
-Guðrún Ýr-