Sunday, December 2, 2012

Aðventan

Fyrsti dagur í aðventu runninn upp...
bara yndislegur tími framundan, þrátt fyrir jólagjafastress þá er þetta án efa skemmtilegasti tími ársins að mínu mati. Góður matur, bakstur, skreytingar og endalaus gleði.
 
Fyrsta jólaskrautið sem komið er upp í litla húsinu er að sjálfsögðu aðventukransinn í ár.
Hvort sem ég skreyti mikið eða lítið þá er þetta eitthvað sem er svo nauðsynilegt fyrir að sé tilbúið fyrsta í aðventunni.
 
Það tók mig reyndar aðeins um fimm mínutur að dunda við minn krans en finnst alltaf svo gaman að fylgjast með á facebook og fleiri stöðum og sjá hvað fólk er hugmyndaríkt ár hvert.
 
 
Fannst ég vera mjög djörf að kaupa svona mikið lituð kerti, geri ekki mikið af því. Fell yfirleitt fyrir bara fyrir þessum hvítu eða beiselituðu.
 
En ég notaði helst það sem ég fann fyrir, smá perlur, hvít málmnúmer, hreindýrið mitt sem er nú búið að fá að standa allt árið um kring frá því í fyrra og smá dönsku með GOD JUL :)


held ég setji metnaðinn hærra á næsta ári og geri fléttaðan krans eða eitthvað álíka líkt og mamma gerði í "gamla daga" :)
 

 
vona svo sannarlega að þið séuð að njóta fyrstu daga aðventunnar og setjið stress og leiðindi til hliðar til að njóta tímans :)
 
svo er það bara að leggja hugann í bleyti hvað baka skal á næstu dögum.
 
Njótið!
 
-Guðrún Ýr-


No comments:

Post a Comment