Saturday, April 20, 2013

Dove kann að vekja athygli!

Vá, hvað mér fannst þetta áhugavert video- ég mæli svo með að þið horfið ef þið hafið ekki séð það.
Ég held að þetta ætti akkurat við allflestar konur og eflaust karlmenn líka.
 
 
Við erum víst fallegri en við gerum okkur grein fyrir :)
 
eigið góða helgi.
 
-Guðrún Ýr-
 

Sunday, April 7, 2013

Heimagert pestó

Hef alltaf verið skotin í pestó, passar við svo ótrúlega margt- en held ég hafi orðið ástfangin af því eftir að hafa gert heimagert pestó, vá hvað það var gott!
 
Skellti í eitt um daginn eiginlega óvart þar sem ég átti svo mikla basiliku og lá undir skemmdum og sé ekki eftir að hafa uppgötvað þessa elsku.
 
en hérna kemur svona gróf uppskrift af því pestó sem ég gerði.
 
 

 
Grænt Pestó
½ b. Basilíika
1 b. Spínat

1-2 hvítlauksgeirar
 
¼ b. Parmesan ostur
2-3 msk. Olía
Nokkrir dropar af sítrónusafa
Salt og pipar eftir smekk.
 
Basiliku, spínati, hvítlauk og parmesan ostinum er blandað saman með töfrasprota, þegar það er orðið fullunnið er olíunni hellt rólega úti og lokin er sítrónusafanum og s&p bætt við eftir smekk.
Einnig er gott að bæta furuhnetum við.
 
 
 
 Útfærslurnar af pestó eru nátturulega endalaust margar.
Bara gaman að prófa sig áfram í þessu.
-Guðrún Ýr-

Saturday, April 6, 2013

Margt smátt gerir eitt stórt

Það er endalaust hægt að kaupa af litlum hlutum fyrir heimilið, allaveganna finn ég fyrir því að ég kem oftar heim með eitthvað fyrir heimilið en sjálfa mig- en bara eitthvað pínu pons, kertastjaka, kerti eða litla smáhluti. Eitthvað sem er algjörlega nauðsynilegt fyrir heimilið.
 
Þar sem ég er búin að standa í flutningum finnst mér þetta erfiðasti parturinn af koma sér fyrir, að finna stað fyrir alla smámunina...hvar á að setja upp hillur og hvar ekki...hvar eigi að setja upp myndir...o.s.fr. en það kemur víst allt með tímanum- allt fær sinn stað (þrátt fyrir að sá staður sé Góði Hirðirinn fyrir suma gamla og lúna:))
 
Ég hef legið yfir hinum ýmsu síðum til að skoða allskyns uppsetningar á hlutum til að fá smá innblástur og laðast alltaf að þessu smáa.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kertaljós og fersk blóm er eitthvað sem mér finnst gera helmikið fyrir heimili.
Þannig þrátt fyrir að ég fagni komandi tíma vorinu og sumrinu, þá minnkar tími kertaljósanna alltaf meir og meir...
 
þannig ég nýti hvert kvöld fram að albirtunni...
-Guðrún Ýr-