Hef alltaf verið skotin í pestó, passar við svo ótrúlega margt- en held ég hafi orðið ástfangin af því eftir að hafa gert heimagert pestó, vá hvað það var gott!
Skellti í eitt um daginn eiginlega óvart þar sem ég átti svo mikla basiliku og lá undir skemmdum og sé ekki eftir að hafa uppgötvað þessa elsku.
en hérna kemur svona gróf uppskrift af því pestó sem ég gerði.
Grænt Pestó
½ b. Basilíika
1 b. Spínat
1-2
hvítlauksgeirar
¼ b. Parmesan ostur
2-3 msk. Olía
Nokkrir dropar af
sítrónusafa
Salt og pipar
eftir smekk.
Basiliku, spínati, hvítlauk og parmesan ostinum er blandað saman með töfrasprota, þegar það er orðið fullunnið er olíunni hellt rólega úti og lokin er sítrónusafanum og s&p bætt við eftir smekk.
Einnig er gott að bæta furuhnetum við.
Útfærslurnar af pestó eru nátturulega endalaust margar.
Bara gaman að prófa sig áfram í þessu.
-Guðrún Ýr-