Monday, March 25, 2013

Döðlukaka með karmellusósu

Ég er alls ekki að finna upp hjólið hérna en þessi er kaka er bara of góð til að setja ekki hérna inn...
Ég hef verið ástfangin af þessari köku í þónokkurn tíma en aldrei skellt í hana sjálf, svo alveg kominn tími til.
 
 
Svo hérna kemur uppskriftin:
 
Kakan
235 gr. döðlur
1 tsk matarsódi
120 gr. mjúkt smjör
5 msk sykur
2 egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropar
1 &1/3 tsk lyftiduft
 
Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta yfir.
Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í 3 mín.Bætið matarsódanum saman við.Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum í, einu í einu.Blandið síðan hveiti, salti og vanilludropunum saman við.Bætið lyftiduftinu út í, ásamt ¼ bolla af döðlumaukinu og hrærið varlega í.Blandið að lokum afganginum af döðlumaukinu út í.Smyrjið u.þ.b. 8 cm hátt lausbotna form, sem er 24 cm í þvermál, vel með smjöri og setjið deigið í það.Hitið ofninn í 180°C og bakið í 30 – 40 mínútur eða þar til miðjan er bökuð.

Karmellusósan
 120 g smjör
115 g púðursykur
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi

 Allt sett í pott, suðan látin koma upp og soðið í 5-10 mín.
 

Finnst persónulegra betra að hafa sósuna til hliðar svo hver og einn geti fengið sér eins og hann vill.

 
fullkomin Sunnudagskaka
 
-Guðrún Ýr-
 


Sunday, March 24, 2013

Loftbelgir

Jæja þá er ég komin tilbaka hingað :)
 
Lítill og nettur póstur um ást mína á loftbelgjum, það er eitthvað við þá svo draumkenndir og fallegir.
Kannski því þeir sjást ekki oft á litla landinu okkar, kolfell fyrir fallegum myndum af loftbelgjum...
 




 
Njótið þessa fallega Sunnudags!
-Guðrún Ýr-